„Vandvirkni, áreiðanleiki og frábærar hugmyndir að textagerð eru aðalsmerki Kríu. Það er frábært að leggja bókahandrit í hendur hennar og fá ráð, tillögur og endurbætur á færibandi til baka. Við höfum unnið saman í mörg ár og ég treysti því að ég eigi lengi enn eftir að njóta samstarfs við hana.“
​
Guðrún Bergmann, rithöfundur og heilsu- og lífsstílsráðgjafi
„Kría er fyrsti ritstjóri á bókaforlagi sem hafði umsjón með mínum verkum, en á árunum 2004-2006 ritstýrði hún tveimur frumsömdum bókum og einni þýðingu frá minni hendi, en fyrir þá síðastnefndu var ég tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2006. Eftir farsælt samstarf með Kríu hef ég borið alla ritstjóra saman við hana, með fullri virðingu fyrir þeim sem á eftir fylgdu. Eins hef ég sjálfur, sem ritstjóri, getað miðlað af þekkingu hennar og fagmennsku og er ég þakklátur fyrir það.“
​
Kristian Guttesen, skáld og kennari
„Samstarfið við Kríu var frábært. Hún er hvetjandi ritstjóri, alltaf stutt í brosið – og svo býr hún líka að reynslu og góðum hugmyndum sem nýttust minni sögu. Ég hafði líka á tilfinningunni að ef hún hefði trú á verkefninu, sögunni, þá legði hún ekki bara tíma sinn í verkið heldur líka hjartað. Og það er auðvitað ómetanlegt.“
​
Darri Johansen, höfundur bókarinnar Maður gengur með
„Kría er frábær í samskiptum, vandvirk, með gott auga og einstakt vald á íslenskri tungu. Hún nálgast viðfangsefnin mjög faglega, en á sama tíma af mikilli næmni og hlýju. Við erum lánsöm sem höfum fengið tækifæri til að vinna með Kríu og njóta leiðsagnar hennar.“
​
Eva Þengilsdóttir, rithöfundur og sýningarstjóri