top of page

HELSTU BROT ÚR FERILSKRÁ

Menntun, vinna og önnur verkefni

​

​

​

2019 til dagsins í dag: Textaverk

​

2016 til 2019: Grunnskólakennari.

 

2002-2015: Ritstjóri/verkefnastjóri og kynningarfulltrúi hjá Bókaútgáfunni SÖLKU

SALKA var stofnuð vorið 2000 og ég tók þátt í uppbyggingu hennar. Eins og gengur í starfi hjá ungu fyrirtæki eru handtökin oft mörg og ólík. Fyrstu árin fólst starf mitt ekki eingöngu í að ritstýra, heldur sá ég líka um kynningarmál og samstarf við fjölmiðla.

 

2000-2002: Ritstjóri hjá bókaútgáfunni Iðunni 

Ég ritstýrði barnabókum og skrifaði einnig efni fyrir lífsstílsvef. 

​

1999-2000: Ritstjóri tímaritsins Æskunnar

Ásamt því að finna áhugavert efni, lesa yfir, leiðrétta og vinna frekar, skrifaði ég sjálf greinar, tók viðtöl og myndir og vann með umbrotsfólki.

 

1997-1999: Skólasafn Varmárskóla
Umsjón með safni og kennsla.

​

1993-1997: Bókasafn Mosfellsbæjar
Upplýsingaþjónusta, kynningarmál og umsjón með barna- og unglingastarfi. Einnig vann ég náið með öðrum almenningsbókasöfnum hérlendis og var í norrænu samstarfi um lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn.

 

1990: Prófarkalesari á Stöð 2
Mikil og góð reynsla þar sem ég lærði að skjót og örugg vinnubrögð geta skipt sköpum þegar talið er niður í útsendingu.

 

MENNTUN

1990: BA-próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. 

1986: Ítölskunám í Siena á haustönn, auk kúrsa hérlendis í gegnum árin.

1984: Stúdentspróf úr máladeild frá Menntaskólanum við Sund.


 

ANNAР

Ýmis greinaskrif og þýðingar í gegnum tíðina ásamt nefnda- og stjórnarstörfum. 

Prófarkalestur gerir verkefnin betri.

​

ezgif.com-gif-maker.webp
bottom of page